30.9.2011 | 13:06
Samfélagsfræði Austur-Evrópa
Í samfélagsfræði var ég að læra um Austur-Evrópu. Ég fór í tölvur og gerði Power Point kynningu um Drakúla Greifa,Sankti Pétursborg,Volgu,Úralfjöll og Sígauna. Þegar ég var búin með Power Point kynninguna setti ég hana inná slideshare og síðan inná bloggið.
Hér er Power Point kynningin mín.. :))
Bloggar | Breytt 10.5.2012 kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2011 | 13:04
Plöntugreining í Náttúrufræði
Í Náttúrufræði hef ég verið að læra um plöntur. Ég fór fyrst út og valdi mér plöntu, eftir það fór ég inn og greindi hana og og fann upplýsingarnar í bókinni " Flóra Íslands , síðan gerði ég uppkasta blað um plöntuna í samfelldu máli og hreinskrifaði svo í vinnubókina, og límdi plöntuna inn þegar hún var búin að vera þurrkuð. Þetta gerði ég líka um næstu 2 aðrar plöntur. Ég lærði meira um plöntur og nú þegar ég fer út þá veit ég hvaða plöntur eru hvað. Mér fannst þetta skemmtilegt og mér gekk frekar vel í þessu verkefni og er ánægð með vinnubrögðin.. :))
Bloggar | Breytt 10.5.2012 kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2011 | 11:51
Enska
Í ensku átti ég að gera Photo Story myndband um mig sjálfa. Ég byrjaði að skrifa um mig sjálfa í stílabókina í ensku og svo fann ég myndir inná google í myndbandið. Eftir það átti ég að lesa textann í stílabókini fyrir framan allann hópinn á meðan myndbandið spilaði. Svo setti ég myndbandið inná You Tube og þaðan hingað.
Hér er myndbandið.. :))
Bloggar | Breytt 10.5.2012 kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2011 | 08:50
Hvalir
- Hvalir eru spendýr með heitt blóð
- Þeir lifa í öllum heimsins höfum
- Þeir anda með lungunum og anda um blástursop sem er á höfðinu
- Framlimir hvala kallast bægsli
- Sporðurinn er láréttur og sveifla þeir honum upp og niður þegar þeir synda
- Hvalir koma af ætt klaufdýra
- Þeir skiptast í tvo undirbálka,tannhvali og skíðishvali
- Hvalir hafa lélega sjón en mjög góða heyrn
- Karldýrið kallast Tarfur, Kvendýrið kallast Kýr og afkvæmið kallast Kálfur
- Kýrin keflir kálfinum
- Steypireyðurinn er stærstur allra dýra heims og er hann skíðishvalur
- Skíðishvalir eru með hornblöð og úr þeim hanga skíðin
- Þeir eru með tvo blástursop
- Búrhvalurinn er stærstur allta tannhvala
- Tannhvalir eru með eitt blástursop
- Þeir eru með tennur og nota þær til að grípa bráðina
- Og gleypa þær svo í heilu lagi
Bloggar | Breytt 10.5.2012 kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2011 | 11:51
Náttúrufræði Power Point kynning
Í náttúrufræði átti ég að velja mér fjall á íslandi og ég valdi mér Eyjafjallajökul. Fyrst fékk ég hefti með upplýsingum um fjallið og skrifaði upplýsingarnar á blað. Þegar ég var búin að því fór ég í tölvur í Power Point og skrifaði upplýsingarnar þar inn. Svo leitaði ég af myndum, setti þær þar líka inn og hannaði svo kynninguna. Eftir það setti ég kynninguna inná Slideshare.net, vistaði hana þar og setti hana svo hingað. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og lærði meira á Power Point og um Eyjafjallajökul.
Hér er kynningin.. :))
Bloggar | Breytt 10.5.2012 kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2011 | 10:38
Heimildaritgerð
Núna er ég er nýbúinn að gera heimildaritgerð um lífið á Íslandi á 13.öld. Fyrst fékk við bók sem heitir Gásagátan sem er um lífið á 13.öld og átti að lesa hana. Eftir það fékk við spurningar um lífið á 13.öld og átti að svara þeim með því að skrifa á litla miða. Heimildirnar fékk ég úr bókunum: Gásagátan og Snorri Sturluson og lífið á miðöldum. Ég lærði miklu meira um 13.öldina, mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og ég er mjög ánægð með Heimilaritgerðina mína.
Hér er ritgerðin.. :))
Bloggar | Breytt 10.5.2012 kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2011 | 08:40
PhotoStory
Í skólanum var ég að gera verkefni um ljóðið sem Egill Skallagrímsson samdi sem heitir ''Það mælti mín móðir,,.Ég átti að gera það á PhotoStory.Það fyrsta sem ég gerði var að finna myndir í myndbandið á google.Þegar ég var búin að því fór ég inná PhotoStory og setti myndirnar þar.Eftir það raðaði ég myndunum og mátti ráða hvernig myndirnar birtust.Eftir það talaði ég inná myndbandið eða það er að segja fór með ljóðið. Næst gerði ég aðgang á youtube til þess að setja myndbandið þar og síðan sækja það til þess að setja það inná bloggsíðuna.Mér gekk mjög vel með þetta verkefni og er mjög ánægð með það.
Þetta er það.. :))
Bloggar | Breytt 10.5.2012 kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2010 | 10:48
Ferð á slóðir Eglu
Þann 9.nóvember fórum við í 6.bekk í ferð til Borgarnes.Við tókum rútu. Tilgangur ferðarinnar var að fara að sjá staði sem tengjast ævi Egils Skalla-Grímssonar og á slóðir Eglu. Við byrjuðum á því að fara á Landnámssetrið og þar skoðuðum við sýningu um ævi Egils. Eftir það fórum við að skoða Brákarsund þar sem Þorgerður Brák drukknaði. Síðan fórum við aftur í rútuna og fórum í Skalla-Gríms garð þar sem Skalla-Grímur og Böðvar sonur Egils voru heygðir. Eftir það tókum við rútuna á Borg á Mýrum en þar bjó Egill. Eftir það tókum við rútuna að Reykholti. Þar hittum við sérfræðinginn Geir Waage sem sagði okkur margt og mikið um Snorra Sturluson en Snorri er talin hafa skrifað sögu Egils. Eftir það fór hann með okkur út og sýndi okkur virkið hans Snorra,þar sem Snorri var jarðaður,þar sem kirkjur í þá daga voru,Snorralaug og styttu af Snorra Sturluson. Eftir það tókum við rútuna heim. Mér fannst áhugaverðast að sjá sýninguna. Mér fannst ferðin mjög skemmtileg og áhugaverð.. :))
Bloggar | Breytt 10.5.2012 kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2010 | 09:28
Samfélagsfræði
Þessa haustönn fékk ég bók sem heitir Norðurlöndin.Ég fékk líka hefti og átti að svara spurningum um öll Norðurlöndin.Ég fór líka í próf um öll Norðulöndin nema Álandseyjar.Svo kom að því að ég átti að búa til glærukynningu í tölvum inn á Power Point.Ég fékk blað með römmum á og átti að apla mér upplýsingar um landið sem ég valdi úr Norðurlandabókini og ég valdi Noreg. Mér fannst mjög gaman að gera þetta verkefni og ég lærði meira um Noreg.. :))
Bloggar | Breytt 10.5.2012 kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)