Færsluflokkur: Bloggar

Stærðfræði

Í stærðfræði var ég að gera excel verkefni sem ég færði síðan í word og var þetta fyrsta verkefnið mitt í excel. Þetta verkefni snerist bátaleigu og í henni var fjallað um þrjá báta. Bátarnir sem fjallað var um voru Feykir, Hraði og Snari. Ég lærði á excel í þessu verkefni og lærði líka að setja upp töflu í bæði excel og word. 

Hér er verkefnið... :))


Trúarbragðafræði

Í trúarbragðafræði var ég að gera verkefni um eingyðistrúarbrögðin og gerði ég verkefnið í word. Ég skrifaði hvað væri sameiginlegt og hvað væri ólíkt um þessi trúarbrögð. Upplýsingarnar fékk ég á trúarbragðavefnum sem er inná nams.is. Þegar kennarinn var búin að fara yfir verkefnið setti ég það inná box.net og þaðan hingað. Mér fannst þetta mjög lærdómsríkt verkefni.

Hér er verkefnið mitt... :)) 


Náttúrufræði-Everest

Í náttúrufræði var ég að gera glærukynningu um fjallið Everest í Asíu. Ég aflaði mér upplýsingar á netinu og einnig úr bókinni Undur Náttúrunar.Ég skrifaði fyrst upplýsingarnar á blað en síðan skrifaði ég upplýsingarnar í word. Síðan byrjaði ég á glærukynninguni sem ég gerði í PowerPoint. Eftir að ég var búin að finna myndir og hanna bakrunni í glærukynninguna kynnti ég hana fyrir hópinn minn sem gekk vel. Ég er ánægð með glærunar og ég lærði mjög mikið um fjallið, t.d að fjallið á landamæri við Nepal og Kína, og fjallið var fyrst klifið árið 1953 af sherpanum Tenzing Norgay og Edmund Hillary.

Hér sjáiði glærukynninguna.. :)) 


Bókargagnrýni

Ég var að lesa bókina "Ég er ekki dramadrottning" Hér sjáiði bókargagnrýni sem ég gerði um þessa bók.. :))  


Danska

Í Dönsku var ég að gera verkefni í word sem heitir "En Dag i Mit Liv". Ég byrjaði á að gera uppkast,síðan fór ég að skrifa og skreyta með myndum í tölvum. Þegar kennarinn var búin að fara yfir verkefnið save-aði ég það inná box og setti það síðan hingað.

Hérna er verkefnið.. :)) 


Hallgrímur Pétursson

Undafarið hef ég verið að fræðast um Hallgrím Pétursson og gert Power Point glærur um hann einnig. Ég fékk blað hjá kennaranum þar sem stóð hvaða atriði ættu að koma fram. Ég byrjaði að skrifa í word og þegar kennarinn var búin að fara yfir wordskjalið byrjaði ég að gera Power Point glærurnar. Síðan þegar ég var búin með glærurnar save-aði ég þær á slideshare og setti þær síðan hingað.

Hér eru glærurnar mínar.. :)) 


Tyrkaránið

Undarfarnar vikur hef ég verið að læra um atburðinn Tyrkjaránið. Ég fór í tölvur og fór á vefsíðurnar arifrodi.is og heimaslod.is til að lesa um atburðinn.Kennarinn las líka fyrir mig úr bókinni Reisubók Guðríðar og horfði á myndir um atburðinn. Mér fannst áhugavert að læra um þennan atburð,því þá læri ég um hvernig það var,hvernig fólkinu leið,hvernig það allt var á þessum tíma ofl. Mér fannst mjög áhugavert,t.d hve mikið fólki var rænt, hvað Anna Jasparsdóttir var svo heppin, ofl. Ég held ég get sett mig í spor fólksins sem var rænt, því að ef maður ímyndar sér að þetta hafi verið mann sjálfur þá er það ekki erfitt.

En þegar ég var búin að lesa mér til um þennan atburð gerði ég fréttabækling um Tyrkjaránið. Fréttabæklinginn gerði ég í forritinu Publisher og var ég að vinna í þessu forriti í fyrsta sinn.Fréttabæklingurinn minn heitir Eyjapressan. Mér fannst alveg rosalega gaman,og spennandi að vinna í publisher því að það er skemmtileg, það er hægt að gera svo mikið og mér fannst eins og ég væri alvöru fréttamaður.. :)) 


Reykir

Vikunna 14-18.nóv fór ég með árganginum mínum á Reyki. Við gistum á Grund,strákarnir voru á efri hæðinni og stelpurnar á neðri hæðinni og ég var með Unni í herbergi. Við fórum með Giljaskóla á Akureyri. Fögin sem við vorum í voru: Íþróttir,fara á byggðasafnið,stöðvaleikur,undraheimur auranna og náttúrufræði. Í íþróttum fórum við í allskonar leiki og í síðasta tímanum fengum við að leika okkur með fallhlíf,sem mér fannst skemmtilegast. Á byggðasafninu fengum við að sjá allskonar hluti sem tengdist fyrri tímum,við fengum einnig að sjá hákarlatennur og læra um hákarla. Á byggðasafninu fórum við líka í leiki sem mér fannst skemmtilegast. Í stöðvaleik var rosalega gaman.Þar fræddumst við um seinni heimstyrjuöldina og fengum líka að halda á öx sem var notuð til að hálshöggva fólk á Íslandi og fengum að taka myndir af okkur með henni,sem mér fannst skemmtilegast. Í undraheim auranna vorum við að læra um fjármálafræslu, og síðan fórum við í spil semm var bara fínt. En í náttúrufræði var okkur skipt í sex hópa,síðan fórum við niður í fjörunna og áttum að finna eitthvað sem okkur fannst áhugavert með hópnum. Síðan fórum við í hlutina inn í stofu og skoðuðum þá í smásjá og mér fannst skemmtilegast að fara í fjörunna og finna hlutina. Mér fannst ferðin á Reyki alveg ofboðslega skemmtileg og ég myndi svo óða vilja fara aftur þangað því það var svo gaman og ég lærði nýja og skemmtilega hluti.. :)) 

 

 


Staðreyndir um Evrópu

Ég var að gera wordritgerð um Evrópu sem kallaðist Staðreyndir um Evrópu. Í því er ég að tala um Evrópu, t.d eins og hvaða land er þéttbýlast,hvaða land er strjálbýlast,hvaða land er með flestu vötnin o.s.f. Þetta voru 24 spurningar en ég náði bara 23. Síðan setti ég ritgerðina inná box.net og síðan hingað.

Hérna sjáiði verkefnið mitt.. :))

 


English

In english class I was learning about Anne Frank. When I was done learning about Anne,I did a photostory video about her life. I found photos of her on google.com and put them in my photostory video.Then when that was done,i talk't in to the video.Then i put the video on Youtube.com and put it then here.

Here you can see my video.. :))

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband