Reykir

Vikunna 14-18.nóv fór ég með árganginum mínum á Reyki. Við gistum á Grund,strákarnir voru á efri hæðinni og stelpurnar á neðri hæðinni og ég var með Unni í herbergi. Við fórum með Giljaskóla á Akureyri. Fögin sem við vorum í voru: Íþróttir,fara á byggðasafnið,stöðvaleikur,undraheimur auranna og náttúrufræði. Í íþróttum fórum við í allskonar leiki og í síðasta tímanum fengum við að leika okkur með fallhlíf,sem mér fannst skemmtilegast. Á byggðasafninu fengum við að sjá allskonar hluti sem tengdist fyrri tímum,við fengum einnig að sjá hákarlatennur og læra um hákarla. Á byggðasafninu fórum við líka í leiki sem mér fannst skemmtilegast. Í stöðvaleik var rosalega gaman.Þar fræddumst við um seinni heimstyrjuöldina og fengum líka að halda á öx sem var notuð til að hálshöggva fólk á Íslandi og fengum að taka myndir af okkur með henni,sem mér fannst skemmtilegast. Í undraheim auranna vorum við að læra um fjármálafræslu, og síðan fórum við í spil semm var bara fínt. En í náttúrufræði var okkur skipt í sex hópa,síðan fórum við niður í fjörunna og áttum að finna eitthvað sem okkur fannst áhugavert með hópnum. Síðan fórum við í hlutina inn í stofu og skoðuðum þá í smásjá og mér fannst skemmtilegast að fara í fjörunna og finna hlutina. Mér fannst ferðin á Reyki alveg ofboðslega skemmtileg og ég myndi svo óða vilja fara aftur þangað því það var svo gaman og ég lærði nýja og skemmtilega hluti.. :)) 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband